Sýningin
Sýningin "úr ymsúm áttum". Mynd: Cristan Gallo.

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur setti upp nýja sýningu sem nefnist „úr ýmsum áttum“ í maí 2018. En í sýningunni er að finna gripi sem safnið hefur fengið frá velunnurum safnsins sem sjálfir hafa fundið þessa gripi í náttúrunni víða um Ísland og annarsstaðar í heiminum. Gripirnir sem eru til sýnis eru meðal annars tennur úr hval, rostungshauskúpa, fiðrildi, drekaflugur, silfurberg, strútsegg og fleira áhugavert. Þökkum við öllum gefendum kærlega fyrir gripina.


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur | Vitastíg 3 | 415 Bolungarvík | kt 531108-0350 | Sími: 860-3744 | netfang; nabo[hjá]nabo.is