Spendýrasýning

Safnið hefur að geyma úrval spendýra og ber þar helst að nefna hvítabjörninn og blöðrusel en báðir eru flækingar frá Grænlandi. Á safninu má einnig sjá mýs, minka og refi sem finnast við landið.

Saga ísbjarnarins

 

Sumarið 1993 fannst ísbjörn á sundi norður af Horni við Vestfirði. Sjómennirnir sem komu að dýrinu hífðu það um borð í bát sinn og hengdu. Þetta dráp olli harðvítugum deilum sem enduðu með því að dýrið var gert upptækt, stoppað upp og er nú haft til sýnis á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík.

Ísbjörninn sem skipverjar á Guðnýju ÍS-266 drápu á sundi 60 sjómílur vestur af Horni árið 1993 kramdist til bana í böndum sem strengd voru um hann þegar áhöfnin reyndi að ná honum um borð. Hann var því ekki hengdur, eins og þrálátur orðrómur hefur verið um allar götur frá því þetta gerðist. Þetta er niðurstaða krufningar sem gerð var tveimur árum síðar að Keldum að ósk umhverfisráðuneytisins. Karl Skírnisson  dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum segir í Fréttablaðinu í dag að krufningarniðurstaðan hafi ekki hlotið neina umfjöllun á sínum tíma vegna þess hve seint hún kom fram, en Karl er annar þeirra sem annaðsti krufninguna. Ástæða þess hve seint dýrið var krufið er sú að ekki fékkst leyfi til þess frá skipverjum.

Í krufningarskýrslunni segir: "Dánarorsök er líklega sú að reipi var hert utan um kviðarhol dýrsins og því lyft þannig öfugu upp úr sjónum með þeim afleiðingum að lifur, nýra og fleiri líffæri sprungu. Ekki fundust ummerki á hálsi og barka sem bent gátu til að dýrið hafi látið lífið af völdum hengingar". Össur Skarphéðinsson sem þá var umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hann hafi brugðist ævareiður við þessum niðurstöðum. "Ég hringdi í skipstjórann og húðskammaði hann. Eftir þett atvik hafði ég forgöngu um að á Alþingi voru sett lög sem bönnuðu alfarið veiðar hvítabjarnar á sundi, en um það giltu áður lög frá 1849" segir Össur í viðtalinu.

Umræddur atburður olli miklu uppnámi á sínum tíma, en það var 24 júní árið 1993 sem skipverjar á Guðnýju ÍS-266 sigldu fram á bjarndýrið. Samband dýraverndunarfélaga Íslands kærði skipstjóra Guðnýjarinnar fyrir að hafa hengt bjarndýrið þar sem aflífunaraðferðin hafi ekki verið gerð jafn hratt og sársaukalaust og frekast var unnt eins og kveðið er á um í dýraverndunarlögum. Niðurstaða krufningar lá hinsvegar ekki fyrir fyrr en tveim árum síðar, enda höfðu skipverjarnir á Guðnýjunni neitað að tjá sig um málið.

Sumarið 1993 sigldu skipverjar á Guðnýju ÍS-266 frá Boungavík á ísbjörn á sundi um 60 sjómílur norður af Horni við Vestfirði.  Böndum var komið á dýrið og reynt að fanga það lifandi og var ætlunin að geyma það í lest skipsins.  Við tilraunina drapst björninn, talið var að hann hefði hengst, en við krufningu kom í ljós að hann hafði kramist til bana.

 

  


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur | Vitastíg 3 | 415 Bolungarvík | kt 531108-0350 | Sími: 860-3744 | netfang; nabo[hjá]nabo.is