Funda- og ráðstefnusalur

Í hliðarsal Náttúrugripasafnsins er funda- og ráðstefnusalur. Í salnum eru sæti fyrir allt að 100 manns og skjávarpi.

Þá er einnig hægt að setja upp ýmsar sýningar líkt og listasýningar eða halda smáa tónleika í salnum. 

Möguleiki er á að bjóða upp á kaffi og/eða veitingar í hliðarsal en einnig er veitingastaður í næsta húsi.

Þar sem fyrirlestrasalurinn er samtengdur sýningarsal Náttúrugripasafnsins er umhverfið óneitanlega sérstakt.

Gott getur verið að teygja úr sér eftir langa setu og rölta um fallegt safn.


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur | Vitastíg 3 | 415 Bolungarvík | kt 531108-0350 | Sími: 860-3744 | netfang; nabo[hjá]nabo.is