Páskaleikur Náttúrugripasafnsins

Páskaleikur Náttúrugripasafnsins verður á sínum stað þessa páskana fyrir krakka á öllum aldri. 

Verðlaun fyrir þá sem klára.

Lifandi páskaungar taka á móti gestum!

Komið og takið þátt í skemmtilegum leik um dýrin!

 Leikurinn verður á opnunartíma safnsins:

Miðvikudaginn 1. apríl 13:00-17:00

Skírdag 2.apríl 13:00-17:00

Laugardaginn 4. apríl 13:00-17:00

Aðgangseyrir:

950 fyrir fullorðna

Frítt fyrir börn 16 ára og yngri.

 

 

_________________________________________________________________________________________________

 

Um safnið

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur var formlega opnað í maí 1998, en safnið er það fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum.

Sýningarsalurinn er yfir 300m2. Við safnið er salur sem gerir það auðvelt að taka á móti hópum. Safnið og Náttúrustofa Vestfjarða eru í samtengdu húsnæði, en Náttúrustofan sér um daglegan rekstur.

Náttúrugripasafnið er tileinkað Steini Emilsyni jarðfræðingi, sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins.

Spendýrum og fuglum eru gerð góð skil. Þegar inn er komið er gestum heilsað af blöðruselsbrimli og hvítabjörninn er ekki langt undan, umkringdur selum, refum og minkum.


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur | Vitastíg 3 | 415 Bolungarvík | kt 531108-0350 | Sími: 456-7351 | netfang; nabo[hjá]nabo.is